Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mætum á fundinn

forval fundur augl 1 Verður ekkert nema gaman!!!

Hver er ég?

fjölMér finnst þetta alltaf svolítið skemmtileg spurning og henni er ekki auðsvarað ef ég er að kynna mig fyrir fólki sem er mér ókunnugt.  Jú ég get alveg sagt að ég sé þrítugur Reykvíkingur, starfa sem deildarstjóri á sambýli, stundaði heimspekinám eftir að ég lauk MS.  Ég aðhyllist kvenfrelsi, náttúruvernd, er herstöðvaandstæðingur og er mikið í stéttarfélagsbaráttu.  Ég er líka pabbi, á tvö börn, Elvar Aron 6 ára og Matthildi 2 ára.  Ég er giftur leikskólakennaranum Olgu Friðriku Antonsdóttur til 7 ára.  Ég var í pönksveitinni Örkuml og er mikill Elvis-aðdáandi.  En hvað segir þetta hinum ókunnuga sem mig ekki þekkir?  Veist þú núna hver ég er?  Og þó ég myndi telja upp feril minn, segja frá öllum áhugamálum mínum, áhyggjum af þjóðfélagsmálum, setja upp ættartré eða hvað annað sem mér dettur í hug þá er ég ansi viss um að þú vitir ekki betur hver ég er.  Ég er síbreytilegur, bæði í líkama og anda.  Ég er nýútskrifaður úr námskeiði um skapandi skrif sem Þorvaldur Þorsteinsson  rithöfundur var með.  Þetta 9 tíma námskeið breytti mér.  Það fékk mig til að hugsa á allt annan veg.   Þó ég hafi verið í þrjú ár í heimspekinámi þá er ég ekki viss um að það hafi haft eins mikil áhrif á mig og þetta stutta námskeið.  Og það er ekki hægt að lýsa þessu námskeiði á neinn hátt.  Eitt af því sem hann sagði var að við ættum að gleyma öllu sem hann segði.  Og flest af því er gleymt en samt er hugsunin breytt.  Nú á ég í miklu basli með að skilgreina mig fyrir sjálfum mér og því vonlaust að kynna mig fyrir öðrum í riti.  Ég er búinn að skrifa smá ferilskrá og áhersluatriði sem koma fram í blaði sem Vinstri grænir gefa út fyrir forval flokksins í Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi.  En í raun kemur ekki mikið fram þar.  Sú stutta kynning segir engum fyrir hvað ég stend, af hverju ég sé í raun að bjóða mig fram og hvað ég hef fram að bjóða.  Og það sem kannski mestu skiptir, af hverju að velja mig umfram aðra frambjóðendur?  Ég vil helst ekki líta á málið þeim augum en fyrst ég er að bjóða mig fram hlýt ég að telja mig hafa einhverja kosti sem þjóðin gæti notið.  Ég hlýt að vera með skoðanir á því hvernig þjóðfélagið á að vera.  Og það er margt sem ég vil og það sem ég vil kemur í næsta pistli.


Fyrsta bloggfærsla

Jæja þá er það þriðja bloggsíðan sem ég opna og vonandi verð ég duglegri við að skella einhverju inna á hana en hinar.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband