Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.6.2007 | 08:31
Sídasti dagurinn á Spáni
Ja nú er ferdin bara ad verda búin og ég hef ekki bloggad mikid. En ég hef lítid komist frá á opnunartíma netkaffihúsa. En tetta hefur gengid allt vel ad mestu. Vid leigdum bíl á fimmtudaginn og erum búnir ad ferdast um sveitir hér í nágreninu og skodad kastala, merkilega fossa, hella og fleira skemmtilegt. Tórdur er búinn ad vera kvarta unda tánni á sér en í gaer var hún ordin ansi bólgin svo vid fengum hjúkrunarkonu til ad líta á hann. Hún vildi ad vid faerum á spítalann til ad fá rétt lyf vid tessu og laeknirinn tar sagdi hann med inngróna nögl. Tordur fekk baedi sýklalyf og bólgueydandi og lídur baerilega og svaf vel í nótt. Hann á tó ekki ad ganga mikid og hefur tví verid heima í rólegheitum í gaer og dag. En hvad um tad vid sjáumst fljótlega.
Frridrik
5.6.2007 | 16:51
Frá Spáni
Allt gengur enn vel, ég er í fríi í dag og er búinn ad vera ad spóka mig í midbae Torrivieja. Tad er nú ekki mikid líf hér, allavega höfum vid ekki fundid tad, en á móti kemur ad hér er rólegt og lítid stress. Arnar fór med Stefano í dag en ég veit enn ekki hvert. Tórdur var med Sean og voru teir í rólegheitum fyrri partinn en aetludu svo á ströndina og jafnvel á hjólabát. Vid aetlum ad leigja bíl á föstudag og vera med hann yfir helgina og skoda baei í kring. Gaeti hugsast ad vid faerum í dýragard en tad á eftir ad koma í ljós. Í gaer fórum vid nidrí bae og fórum á Spánskan stad og fengum okkur Paella. Tetta var mjög gódur stadur en ég man ekki hvad hann heitir. Vid fórum svo nidur á strönd og létum okkur lída vel. Tordur bordadi heima en Arnar fór á Kínverskan stad í nágreninu og fór svo ad dansa med Sean. Allir bidja ad heilsa.
Fridrik
4.6.2007 | 12:19
Spann med Tronuholum
Ferdin hefur gengid vel hingad til. Flugid var mjög gott og stódu Tórdur og Arnar sig med mikilli prýdi tá 4 og hálfan tíma sem flugid tók. Vid vorum sóttir á flugvöllinn og keyrdir í íbúdina sem er mjög fín, 3 svefnherbergi, 2 badherbergi, eldhús med tvottavél og öllum helstu graejum og sídan er fín stofa. Svalir eru med stóru grilli og aetlum vid ad grilla í kvöld eda á morgunn. Vid fórum á kínverskan veitingastad sem heitir Chino Dragón fyrsta kvöldid tar sem Tórdur baud okkur upp á afmaelismidnaeturmáltíd en klukkan var ordin 11:30 tegar vid komum á stadinn. í gaer löbbudum vid nidur á strönd en strákarnir vildu nú ekki í sjóinn en vid Sean syntum smávegis. Vid versludum einnig brýnustu naudsynjar og fórum svo á Perluna (La Perle) ad borda. Tar var mjóg lítid ad gera en samt var afar haeg tjónusta og frekar dýr midad vid tann kínverska sem vid vorum mjög ánaegdir med. Haeg tjónusta á kannski vid alla veitingastadi sem heita Perlan. Maturinn var tó í lagi en skammtarnir frekar litlir. Vid fengum okkur kraekling og strákarnir spagettí bolognese. Tórdur hefur verid lengi ad sofna bádar naeturnar en verid rólegur ad mestu og heldur ekki vöku fyrir nágrönnunum sem er breskt midaldra fólk sem er einstaklega skilningsríkt og hjálpsamt. Betri nágrannar en vid höfdum á Portúgal fyrir 4 árum.
Vedrid er hagstaett fyrir okkur um 25-30 stig giska ég á en tad er mikil gjóla sem kaelir okkur nidur. Tad er tví mjög gott gönguvedur. Vid áaetlum ad skreppa í baeinn í dag en tad er svolítid frá íbúdinni okkar, en vid erum í einu af fjölmörgum úthverfum Torrivieja. Tad er mikid af englendingum hér, og Sean hefur ekki heyrst svo margar enskar mállýskur lengi. Tetta er hálfgert litla England, en tad verdur gaman ad fara í baeinn og sjá eitthvad Spánskt, fá okkur Paella og heyra eitthvad annad en ensku.
En ég laet tetta gott heita í bili, reyni ad blogga a.m.k. annan hvern dag en ég lofa engu, fer allt eftir adstaedum og opnunartíma.
Bestu kvedjur
Fridrik
8.12.2006 | 23:43
Bćkur og Árni
Ég átti ágćtis afmćli í vikunni og bauđ mínum nánustu upp á grćnmetissúpu og Nachos. Og ţađ sem mínir nánustu eru mér góđir. Ég fékk auk peysu og buxna ţrjár bćkur. Skipiđ, Dan Brown bók (sem ég man ekki hvađ heitir) og Óvini ríkisins, en ég er byrjađur á tveimur ţeirra, Dan Brown og Óvini ríkisins. Get ekki annađ en hlakkađ til međ lestur nćstu kvöld. Ég er rétt búinn međ innganginn ađ óvinunum og mikiđ ansi hlýtur ađ vera skemmtilegt ađ vera sagnfrćđingur stundum, eđa ţannig. En svo komast menn greinilega stundum í eitthvađ feitt og ţá hlýtur ađ vera gaman í alvöru. En ekki övundsvert starf. Ég tek ofan pottluna mína fyrir svona mönnum og veit ađ viđ eigum fleiri hugađa sagnfrćđinga sem munu í framtíđinni ekki láta sér segjast ţegar í harđbakkan slćr heldur fletta af alls kyns fróđlegu og skemmtilegu leynimakki. Ég býst viđ ađ af nógu sé ađ taka. Til dćmis gjörđir vina Árna Johnsens sem hann hefur hótađ ađ upplýsa fái hann ekki öruggt sćti á lista sjálfstćđismanna á Suđurlandi. Í raun eiga fréttamenn ađ rannsaka ţetta, ekki gerir löggan ţađ. Og hvar eru fréttamennirnir? Er eitthvađ hćft í orđum Árna? Eru margir á ţingi ađ stela frá ríkinu? Er okkur alveg sama? Eigum viđ bara ađ leyfa mönnum ađ stela frá okkur? Eigum viđ bara ađ ţegja og hleypa ţjófum aftur á ţing? Er ţađ bara gott, eins og Árni sagđi ađ ekki hefur komist upp um ţessa ţjófa?
Ég bara spyr?
5.12.2006 | 13:10
Ég á afmćli í dag
Er 31 árs
5.12.2006 | 13:07
Kostnađur vegna forvals
Hér kemur sundurliđađur kostnađur minn vegna forvalsins:
875 krónur í köku
45 krónur í frímerki á bréf til kjörnefndar vegna tilkynningu vegna prófkjörs
8 krónur vegna umslags undir bréf til kjörnefndar vegna tilkynningu vegna prófkjörs
100 krónur í stöđumćli ţegar ég fór á skrifstofu framkvćmdarstjóra VG
500 - 1000 krónur í bensínkostnađ
slatti af smápeningum í kaffibaukinn
Ég tók engar nótur og greiddi allt í reiđufé og get ţví ekki sýnt fram á ţennan kostnađ svo fólk verđur ađ treysta á heiđarleik minn. Ég vona líka ađ ég sé ekki ađ gleyma neinu en ţađ gćtu veriđ krónur hér og ţar sem man ekki eftir.
Vegna óvissu um hvađ ég setti í kaffibaukinn ţá get ég ekki sett heildarupphćđ.
5.12.2006 | 12:07
Ađ loknu forvali
Virkilega gott fólk sem valiđ var í framvarđasveitina og ekki tilefni til láta eins og sumstađar varđ eftir prófkjör. Ég óska öllum ţeim sem fengu vís sćti í fyrstu 4 sćtin á listum höfuđborgarsvćđisins til hamingju og hinum líka. Viđ sem lentum í neđri helmingnum eigum líka starf fyrir höndum viđ ađ koma VG til valda. Viđ eigum ađ halda ótróđ okkar baráttu áfram taka virkan ţátt í kosningabaráttunni í vor.
2.12.2006 | 13:16
Forval í dag
Til hamingju međ daginn
Ég óska öllum gleđilegs kosningadags
Vöndum valiđ
Friđrik19.11.2006 | 00:30
Hér er skrif mín í kynningarbćklinginn
Ég er deildarstjóri á sambýli og ţar hef ég starfađ síđustu ár eđa síđan ég var í heimspekinámi viđ Háskóla Íslands árin 1996 2000. Í ţessu starfi hef ég kynnst hve öryrkjum og fötluđum er oft ţröngur stakkur búinn.
Ég er virkur innan stéttarfélags míns, SFR stéttarfélag í almannaţjónustu. Ég er trúnađarmađur, er í ritnefnd SFR-blađsins og er í samstarfsnefnd sem semur um kjaramál og vinnur ađ launajafnrétti og fleira. Einnig er ég í stýrihópi ungra í SFR.
Ég berst fyrir kvenfrelsi og er m.a. í karlahópi Femínistafélags Íslands og hef unniđ í átaksverkefnum gegn nauđgunum. Kynbundiđ ofbeldi er ţađ ţjóđfélagsböl sem ég tel nauđsynlegast er ađ berjast gegn.
Ég hef unniđ fyrir Samtök Herstöđvaandstćđinga síđan ég man eftir mér og var ritari samtakanna um tíma. Ţađ er enn herstöđ á Íslandi og hiđ sígilda slagorđ Ísland úr Nató, herinn burt enn í fullu gildi.
Ég er náttúruunnandi finnst ekkert annađ koma til greina en ađ börn mín fá ađ ferđast um ósnortiđ Ísland í framtíđinni.
Ég á yndislega fjölskyldu og tek undir stefnu Vinstri-grćnna í fjölskyldumálum. Ég er kvćntur Olgu Friđriku Antonsdóttur leikskólakennara og á tvö börn, Elvar Aron, 6 ára og Matthildi, 2 ára. Foreldrar mínir eru Unnur Jónsdóttir leikskólastjóri og Atli Gíslason lögmađur.
Ég vona ađ störf mín sýni hvađ stend ég stend fyrir og ég fái stuđning ţinn í forvalinu. Frekari upplýsingar um baráttumál mín eru á fred.blog.is
18.11.2006 | 12:23
Hvađ vil ég?
Í síđasta pistli lofađi ég ađ skrifa um hvađ ég vildi. Ég setti líka fram ţá spurningu, af hverju ađ velja mig frekar en ađra frambjóđendur í forvalinu? Ţađ er í raun ekki mitt ađ segja bendi ég kjósendum á ađ skođa allan ţann fjölda heimasíđna sem frambjóđendur eru međ, ţćr eru hver annarri betri og ţessi hópur frambjóđenda virđist vera ansi fjölbreyttur og spennandi. Öll ţau mikilvćgu málefni sem efst er í huga hvers og eins eru málefni sem skiliđ eiga umfjöllun og brautargengi. En hvađ vil ég?
Ég vil réttlátara ţjóđfélag ţar sem misskipting auđs er jafnari og fátćkt ţar međ útrýmt. Ţetta er hćgt međ ráttlátara skattkerfi.
Ég vil betra starfsumhverfi fyrir vinnandi fólk í öllum stéttum ţar sem fjölskyldufólk getur mćtt kröfum nútímans um ađ ađlaga fjölskyldu og vinnu. Allir skólar eiga ađ vera gjaldfrjálsir, sem og matur og frístundaheimili í grunnskólum. Ég vil (og vinn ađ ţví ađ) útrýma kynbundum launamun. Ég er orđinn hundleiđur á kurteysislegu hjali um ţessi mál og vil ađgerđir. Gerum stjórnendur ábyrga. Viđ skulum ekki verđlauna ţau fyrirtćki sem standa sig vel í ţessum málefnum enda eru ţau bara ađ fara eftir lögum. Sektum frekar hina, refsum ţeim á allan ţann hátt sem mögulegt er. Afnemum launaleyndina.
Ég vil setja áherslu á ađ kynbundnu ofbeldi verđi útrýmt. Ég vil breyta lögum um nálgunarbann, ég vil gera lögregluna betur í stakk búna ađ taka viđ ţessum vanda. Ég vil breyta viđhorfum fólks í ţessum efnum, m.a. međ ađ taka fórnarlambiđ úr forgrunni í umrćđunni og setja ofbeldismanninn í frontinn. Ţađ er fyrst og síđast hann sem lemur, nauđgar og kúgar og fórnarlambiđ á ALDREI sök á ofbeldinu.
Ég vil ađ börn mín fái ađ njóta náttúrunnar eins og ég hef gert hingađ til, hreinni og ósnortinni. Helst hefđi ég viljađ loka öllum álverum en ţađ er kannski fulllangt gengiđ. En ekki eitt í viđbót, hversu lítiđ ţađ kann ađ verđa. Viđ berum ábyrgđ á ţvílíkri eyđslu lands í löndum eins og Mexíkó vegna súrálsins sem framleitt er ţar fyrir verksmiđjur okkar. Nú segjum viđ stopp.
Ég vil ađ herinn hverfi allur og bann viđ herćfingum hér viđ land. Grindavíkurstöđin er eitt ţađ ljótasta viđ herinn enda er ađalhlutverk hennar ađ send bođ til kjarnorkaukafbáta í Norđur-Atlantshafi um ađ ţeir megi nota vopn sín. Ísland úr Nató - Herinn burt.
Ég vil ađ öryrkjum og öldruđum sé sýnd miklu meiri virđingu í stjórnkerfinu og viđ leyfum fólki ađ ađ hafa tekjur áđur en örorku- eđa ellilífeyrir er skertur. Ţađ ţarf miklu meira fjármagn til fatlađra í ţjóđfélaginu. Mörg sambýli og vinnustađir eru varla mönnum bjóđandi vegna lítils viđhalds á húseignum og innbúi. Oft eru of fá stöđugildi á sambýlum vegna sparnađar. Oft búa fatlađir í kolröngum ađstćđum fyrir ţađ. Hver og einn á ađ fá ađ velja sína búsetu eđa ađ foreldrar og fagađilar ráđi til um ţessi mál. Ekki bara hola fólki niđur hér og ţar ţví ţađ hentar fjárlagastefnu stofnanna.
Ţađ er margt meira sem ég vil og tel nauđsynlegt ađ breyta í ţessu ţjóđfélagi en ég lćt stađar numiđ í bili.